Slysabætur - bílslys og umferðarslys

Slysabætur vegna bílslysa, árekstra og umferðarslysa

Hafir þú slasast í bílslysi eða umferðarslysi getur þú átt rétt á bótum frá tryggingafélagi. Bílslys og önnur umferðarslys gera ekki boð á undan sér og þeir sem verða fyrir því óláni að lenda í bílslysum eða öðrum umferðarslysum geta orðið fyrir miklum líkamsáverkum svo sem vegna verkja í baki, hálsi og stoðkerfi. Þeir sem lenda í bílslysi eða umferðarslysi og verða fyrir áverkum eiga jafnan ríkulegan bótarétt úr höndum tryggingafélags þess ökutækis sem olli slysinu. Þá skiptir það ekki sköpum jafnvel þó að viðkomandi hafi verið í órétti því bótaréttur kann að vera til staðar engu að síður. Hvort sem að þú hafir verið ökumaður, farþegi eða orðið fyrir bifreið þá kannt þú að eiga rétt til skaðabóta.

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn

Hafðu samband í síma 551-8660 – eða bókaðu viðtal hér:

Algengar spurningar

Fyrsta viðtal lögmanna er þér að kostnaðarlausu og þarft þú ekki að greiða neinn lögmannskostnað á meðan málið er í ferli.

Sé fallist á bótaskyldu og bætur komi til greiðslu er lögmannskostnaður gerður upp samhliða bótauppgjöri en í flestum tilvikum er stór hluti lögmannskostnaðar í bótamálum vegna bílslysa og umferðarslysa greiddur af hinu bótaskylda tryggingafélagi.

Hafni tryggingafélag bótaskyldu kann að þurfa að leita til dómstóla með málið, en í slíkum tilvikum er sérstaklega samið um lögmannskostnað við umbjóðendur okkar.

Hér er stiklað á stóru um ferlið við að sækja bætur vegna bílslysa og umferðarslysa. Leitir þú til okkar er fyrsta skrefið að bóka viðtal þar sem við metum réttarstöðu þína og mögulegan bótarétt.

Að viðtali loknu og sé tilefni til að aðhafast, sjáum við um málið á meðan þú einbeitir þér að því að ná bata. Við göngum frá tilkynningum og öflum allra nauðsynlegra gagna í þína þágu.

Í kjölfar þessa, eftir að svokölluðum stöðugleikapunkti er náð, að lágmarki ári frá slysdegi, þarf að leggja mat á líkamsáverka með örorkumati sem öllu jafna er framkvæmt af óháðum lækni og lögmanni.

Þegar niðurstaða örorkumats liggur fyrir eru þar með jafnframt forsendur sem hægt er að leggja til grundvallar við útreikning bóta. Að því loknu getur farið fram bótauppgjör og þú færð bæturnar greiddar!

Tímalengd ferlisins ræðst af hverju máli fyrir sig en öllu jafna tekur að lágmarki 13 mánuði að klára mál frá slysdegi en tímalengdin getur verið allt að þremur árum.

Það er vegna þess að ekki er hægt að meta líkamlegar afleiðingar slyss fyrr en í fyrsta lagi ári eftir slysdag, þegar svokölluðum stöðugleikapunkti hefur verið náð.

Við kappkostum þó að vinna málin eins hratt og örugglega og hægt er svo umbjóðendur okkar fái sínar bætur sem allra fyrst.

Þeirri spurningu er ómögulegt að svara með almennum hætti þar sem það ræðst af aðstæðum í hverju máli fyrir sig. Þess vegna bjóðum við þér að bóka viðtal hjá okkur þar sem við förum betur yfir málið og svörum þeirri spurningu fyrir þig, þér að kostnaðarlausu.

Ferlið

Fyrstu aðgerðir
Viðtal og gagnaöflun

Þú kemur til okkar í viðar, við förum yfir málið og könnum réttarstöðuna. Sé tilefni til að aðhafast, setjum við málið í ferli, hefjum gagnaöflun og undirbúning bótamálsins.

Öflun matsgerðar
Mat á miska- og örorku

Í kjölfar þess að gagnaöflun lýkur og stöðugleikapunkti er náð þarf í samráði við tryggingafélagið að kalla til sérfræðinga til að meta líkamstjón þitt. Stöðugleikapunktur liggur vanalega fyrir um einu ári frá slysdegi. Óháðir matsmenn, læknir og lögmaður, meta þá hvers kyns áverka er um að ræða og eftir atvikum fjárhæð bótanna.

Bótakrafa og málalyktir
Endanleg bótakrafa

Þegar mat á áverkum liggur fyrir er lögð fram bótakrafa á hendur tryggingafélagins. Sætti tryggingafélagið sig við niðurstöðu matsins og bótakröfuna er gengið frá málinu og þú færð þínar bætur.

Scroll to Top
Hringdu í okkur