Fyrirtækjaráðgjöf

Félagaréttur, stofnun fyrirtækja, skipulag rekstrar, félagaréttur

Við veitum almenna og sértæka ráðgjöf til fyrirtækja við stofnun, slit, endurskipulagningu eða ágreinings á milli hluthafa. Meðal þeirrar þjónustu og ráðgjafar sem við veitum eru ráðgjöf við stofnun félags, auk skjala- og samningsgerðar, breytingar á samþykktum og skipulagi félags, fundarstjórn hluthafafunda o.fl.

Þá sinnum við hagsmunagæslu fyrir félög og eftir atvikum hluthafa, vegna ágreiningsmála eða málssókna.

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn

Hafðu samband í síma 551-8660 – eða bókaðu viðtal hér.

Við veitum almenna ráðgjöf á öllum sviðum félaga- og fyrirtækjaréttar.

Við stofnun á fyrirtæki ber að huga að vali á því félagaformi sem hentar rekstrinum best. Þá kann að vera að fyrirtæki sem er þegar í rekstri henti betur að breyta félagaforminu til að liðka fyrir rekstrinum. Við sjáum um skjalagerð og frágang við stofnun og breytingu á félagaformi fyrirtækja.

Við aðstoðum við endurskipulagningu á rekstri.

Við sinnum hagsmunagæslu og ráðgjöf í málefnum hluthafa í félögum.

Scroll to Top
Hringdu í okkur