Slyabætur - vinnuslys

Slysabætur vegna vinnuslysa

Hafir þú lent í vinnuslysi á leið til vinnu, á leiðinni heim úr vinnu eða á vinnutíma kannt þú að eiga rétt á bótum. Ekki skiptir höfuðmáli hvort að þú hafir ollið slysinu þar sem launþegar í flestum tilvikum rétt á bótum vegna vinnuslysa. Réttur þessi er tryggður í kjarasamningum og felur í sér bótarétt úr slysatryggingu launþega og sjúkratryggingum Íslands.

Verði orsök vinnuslyssins rakin til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á, kann vinnuveitandinn að bera bótaábyrgð vegna slyssins og hægt að beina kröfu að honum og eftir atvikum tryggingafélagi á grundvelli ábyrgðartryggingar vinnuveitanda. Hafir þú lent í vinnuslysi og ert óviss um réttarstöðu þína hvetjum við þig til að hafa samband.

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn

Hafðu samband í síma: 551-8660 – eða bóka viðtal hér.

Algengar spurningar

Fyrsta viðtal lögmanna er þér að kostnaðarlausu og þarft þú ekki að greiða neinn lögmannskostnað á meðan málið er í ferli.

Sé fallist á bótaskyldu og bætur koma til greiðslu er lögmannskostnaður gerður upp samhliða bótauppgjöri en í flestum tilvikum er stór hluti lögmannskostnaðar í bótamálum greiddur af hinum bótaskylda.

Hafni tryggingafélag eða atvinnurekandi bótaskyldu kann að þurfa að leita til dómstóla með málið, en í slíkum tilvikum er sérstaklega samið um lögmannskostnað.

Þeirri spurningu er ómögulegt að svara með almennum hætti þar sem það ræðst af aðstæðum í hverju máli fyrir sig. Þess vegna bjóðum við þér að bóka viðtal hjá okkur þar sem við förum betur yfir málið og svörum þeirri spurningu fyrir þig, þér að kostnaðarlausu.

Scroll to Top
Hringdu í okkur