Barnamál

Forsjármál, umgengnisréttur, feðrunarmál, tálmun og barnavernd

DELIKT Lögmenn sinna hagsmunagæslu í barnamálum, allt frá umgengnismálum til barnaverndarmála.

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn

Hafðu samband í síma 551-8660 – eða bókaðu viðtal hér.

Almennar upplýsingar

Við sambúðarslit og skilnað foreldra sem eiga börn er mikilvægt að hagsmunir barnsins séu hafðir að leiðarljósi. Upp kunna að koma tilvik þar sem ágreiningur er á milli foreldra um umgengni, lögheimili eða forsjá barnsins. Þá kunna einnig að vera mál þar sem umgengnissamningur liggur fyrir en annað foreldrið meinar hinum aðilanum um umgengni með tálmun. Við sinnum hagsmunagæslu fyrir einstaklinga vegna framangreindra mála.

Slík mál reynast oft átakanleg fyrir þá aðila sem eiga í hlut og því mikilvægt að nálgast þau af fagmennsku og nærgætni. Við höfum víðtæka reynslu af barnaverndarmálum sem kunna að varða forsjársviptingu eða íhlutun yfirvalda.

Í ákveðnum tilvikum kann að vera uppi sú staða að óvíst sé með hver sé faðir barns. Ef vafi er um faðerni barns eða staðfesta þarf faðerni barns er hægt að höfða mál fyrir dómstólum til véfengingar eða staðfestingar á faðerni, en í slíkum málum kann viðkomandi að eiga rétt á gjafsókn og greiðist því lögmannskostnaður af ríkissjóði.

Í málum er varða forsjársviptingu sinnum við hagsmunagæslu í slíkum málum. Samkvæmt barnaverndarlögum eiga aðilar rétt á að yfirvöld greiði lögmannsþóknun á stjórnsýslustigi og komi til þess að mál fari fyrir dóm, er lögbundin gjafsókn í slíkum málum. Aðilar að forsjársviptingarmálum þurfa því ekki að leggja út fyrir lögmannsþóknun sjálfir.

Scroll to Top
Hringdu í okkur