Erfðamál - dánarbússkipti o.fl.

Dánarbú, dánarbússkipti, arfgreiðslur, einkaskipti eða opinber skipti

Við höfum víðtæka reynslu af erfðamálum, hvort sem um er að ræða skiptastjórn eða hagsmunagæslu vegna erfðadeilna. Við tökum að okkur ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir erfingja, aðstoðum við einkaskipti eða sinnum skiptastjórn vegna opinberra skipta dánarbúa.

Þá sinnum við einnig ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir þá sem vilja leggja drög að skiptingu eigna við andlát sitt eða erfingja sem kunna að sjá hag sínum betur borgið með einkaskiptum á dánarbúi en þarfnast ráðgjafar.

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn

Hafðu samband í síma: 551-8660 eða bókaðu viðtal hér:

Almennt um erfðamál

Við andlát renna allar eigur viðkomandi í dánarbú sem tekur við réttindum og skyldum. Séu eignir í dánarbúinu sem koma til skipta, koma tvær leiðir til greina við framkvæmd dánarbússkiptanna. Erfingjar geta ákveðið að standa sjálfir að skiptunum og sótt um leyfi til einkaskipta, en sé ágreiningur um skiptin geta erfingjar krafist þess að dánarbúið verði tekið til opinberra skipta og er þá skipaður skiptastjóri sem tekur yfir hagsmunum dánarbúsins og sér um skiptin.

DELIKT Lögmenn sinna alhliða almennri ráðgjöf og eftir atvikum hagsmunagæslu við skipti dánarbúa. Við sinnum ráðgjöf og hagsmunagæslu í þágu erfingja þar sem dánarbú kemur til einkaskipta af hálfu erfingja, en mikilvægt er að rétt sé staðið að skjalagerð og skiptingu eigna. Að sama skapi sinnum við skiptastjórn vegna opinberra skipta á dánarbúum.

Við sinnum almennri ráðgjöf í erfðamálum og aðstoðum við undirbúning við útgreiðslu fyrirframgreidds arfs, auk annarra álitamála sem kunna að vakna vegna arfgreiðslna.

Það kemur sá tími í lífi allra manna að lífsskeiðið tekur á enda. Viðkomandi einstaklingur kann að vilja að gera ráðstafanir í lifanda lífi, áður en hann fellur frá, t.a.m. með því að skipuleggja skiptingu eigna á milli erfingja eða ráðstafa tilteknum eignum fyrirfram. Í slíkum tilvikum er nauðsynlegt að útbúa erfðaskrá til að slíkar ráðstafanir uppfylli áskilnað erfðalaga. Við sinnum slíkum verkefnum og aðstoðum einstaklinga við skipulagningu eignaskipta í lifanda lífi.

Scroll to Top
Hringdu í okkur