Innheimtuþjónusta
Milliinnheimta, löginnheimta og fullnustugerðir
Við sinnum kröfuinnheimtu fyrir einstaklinga og fyrirtæki með milliinnheimtu- og löginnheimtuaðgerðum, auk fullnustugerða.
Milliinnheimta
Sé krafa fallin á eindaga án þess að skuldari geri tilraun til að ganga frá greiðslu eða semja um skuldina er eina úrræðið oft að færa kröfuna til innheimtu. Fyrsta skref innheimtuaðgerða er milliinnheimta þar sem reynt er að krefja skuldara um greiðslu eða skorað á hann að semja um greiðslu skuldarinnar.
Löginnheimta
Ef ekki er brugðist við á milliinnheimtustigi af hálfu skuldara er næsta skref innheimtuaðgerða löginnheimta. Það er þá lokatækifæri skuldara til að ganga frá eða semja um skuldina áður en ráðist er í frekari innheimtuaðgerðir.
Málshöfðun og fullnustugerðir
Ef ekki er brugðist við fyrri innheimtuaðgerðum af hálfu skuldara kann að vera nauðsynlegt að höfða dómsmál til staðfestingar á kröfunni og í kjölfarið ráðast í fullnustugerðir, þar sem krafist er fjárnáms eða eftir atvikum nauðungarsölu á eignum skuldara.