Skaðabótamál & slysabætur

ÁTT ÞÚ BÓTARÉTT?

Skaðabótamál og slysabætur eru okkar sérfag

DELIKT Lögmenn eru sérfræðingar í skaðabótarétti og sérhæfa sig í málum er varða skaða- og slysabætur. Algengustu tegundir bótamála má rekja til slysa og óhappa sem verða í umferðinni. Bótaréttur vegna umferðarslysa, bílslysa sem og annarra óhappa í umferðinni er ríkulegur þar sem þeir sem verða fyrir áverkum eiga rétt á greiðslum úr lögbundum ökutækjatryggingum. Tjónþoli í slíkum málum á því bótarétt og koma slysabætur til greiðslu af hálfu tryggingafélaga.

Þá eru vinnuslys einnig þekktur bótaflokkur innan réttarsviðs slysabóta, en launþegar sem lenda í slysi á leið til eða frá vinnu eða við vinnuna sjálfa eiga rétt á bótum. Tjónþolar sem lenda í vinnuslysi kunna að eiga bótarétt og koma slysabætur til greiðslu eftir atvikum úr höndum tryggingafélags, atvinnurekanda eða öðrum slysatryggingum.

Hafir þú lent í slysi eða orðið fyrir tjóni og ert í vafa um réttarstöðu þína og telur þig eiga bótarétt vegna líkams- eða eignatjóns þá hvetjum við þig til að hafa samband.

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn

Hafðu samband í síma 551-8660, bókaðu viðtal eða sendu okkur fyrirspurn:

Bílslys/umferðarslys

Hafir orðið fyrir áverkum eftir að hafa lent í umferðarslysi, hvort sem um er að ræða bílslys eða árekstur, kannt þú að eiga rétt á bótum!

Vinnuslys

Hafir þú lent í vinnuslysi vegna starfa sem launþegi kannt þú að eiga bótarétt. Launþegar eiga öllu jafna bótarétt vegna slysa sem verða á vinnutíma.

Réttargæsla

Þolendur ofbeldis eiga öllu jafna rétt á bótum. Við sinnum réttargæslu fyrir brotaþola og sjáum um að sækja bætur.

Fasteignagalli

Kaupendur gallaðra fasteigna eiga öllu jafna rétt á skaðabótum eða afslætti af kaupverði eignar. Við sinnum hagsmunagæslu vegna mála er varða gallaðar fasteignir.

Scroll to Top
Hringdu í okkur