Einstaklingsþjónusta
Almenn ráðgjöf, hagsmunagæsla, málarekstur o.fl.
Við veitum einstaklingum lögfræðiráðgjöf á helstu réttarsviðum lögfræðinnar, auk þess að sinna almennri hagsmunagæslu og fyrirsvari í málarekstri fyrir yfirvöldum og dómstólum.
Lögmenn okkar eru sérhæfðir á sviði fasteignaréttar og aðstoða fyrirtæki og einstaklinga í slíkum málum, hvort sem að þú ert kaupandi og þarft að leita réttar þíns og telur þig eiga rétt á skaðabótum vegna fasteignagalla, eða seljandi vegna annarra vanefnda. Kynntu þér málið nánar hér.
Við höfum sinnt störfum sem verjendur og réttargæslumenn brotaþola í fjölmörgum sakamálum. Kynntu þér málið nánar hér.
DELIKT Lögmenn sinna ráðgjöf, skjalagerð og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga við vegna skilnaðar og/eða stofnun hjúskapar/sambúðar. Þau helstu verkefni sem við sinnum við stofnun hjúskapar/sambúðar eru gerð kaupmála, erfðaskrá eða sambúðarsamninga, en við skilnað sinnum við hagsmunagæslu og útfærslu fjárskiptasamninga o.fl. Kynntu þér málið nánar hér.
Við sinnum hagsmunagæslu í barnamálum, allt frá umgengnismálum til barnaverndarmála. Kynntu þér málið nánar hér.
Lögmannsstofan sinnir hagsmunagæslu fyrir einstaklinga og fyrirtæki fyrir dómstólum og stjórnvöldum í stjórnsýslumálum. Lögmenn okkar hafa sinnt ótal mörgum málum fyrir stjórnvöldum og hafa reynslu af málflutningi fyrir dómstólum.
Við höfum víðtæka reynslu af erfðamálum, hvort sem um er að ræða skiptastjórn eða hagsmunagæslu vegna erfðadeilna. Við tökum að okkur ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir erfingja, aðstoðum við einkaskipti eða sinnum skiptastjórn vegna opinberra skipta dánarbúa.
Þá sinnum við einnig ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir þá sem vilja leggja drög að skiptingu eigna við andlát sitt eða erfingja sem kunna að sjá hag sínum betur borgið með einkaskiptum á dánarbúi en þarfnast ráðgjafar.
Hjá okkur starfa reynslumiklir samningasmiðir sem aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við hvers kyns samningagerð, hvort sem um er að ræða kaupsamninga, afsalsgerninga, kaupmála, erfðaskrár eða annars konar löggerninga. Vönduð samningagerð leggur grundvöll að farsælu samningssambandi á milli aðila og ef vandað er til verka, getur komið í veg fyrir að ágreining á milli aðila á síðari stigum.
Við höfum sinnt margvíslegri samningagerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki og ekkert verkefni er of stórt eða smátt.
Við sinnum ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga á sviði vinnuréttar og atvinnumála. Sem dæmi um verkefni sem við höfum fengist við má nefna ólögmætar uppsagnir, innheimta vangoldinna launa sökum gjaldþrots atvinnurekanda o.fl.
