Sifjamál - fjölskylduréttur

Skilnaður, fjárslit hjóna eða sambúðarmaka, kaupmálar, eignaskipting

DELIKT Lögmenn sinna ráðgjöf, skjalagerð og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga við vegna skilnaðar og/eða stofnun hjúskapar/sambúðar. Þau helstu verkefni sem við sinnum við stofnun hjúskapar/sambúðar eru gerð kaupmála, erfðaskrá eða sambúðarsamninga, en við skilnað sinnum við hagsmunagæslu og útfærslu fjárskiptasamninga o.fl. Hafir þú frekari spurningar þá hvetjum við þig til að hafa samband.

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn

Hafðu samband í síma 551-8660 – eða bókaðu viðtal hér.

Við stofnun eða upphaf sambúðar og/eða hjúskapar kunna aðilar að standa frammi fyrir því að vilja betur skilgreina fjárhag hvors aðila fyrir sig, sem og halda tilteknum eignum utan sameignar. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að aðilar geri með sér samkomulag þar sem eignaskiptingin er nánar tilgreind og að samningarnir uppfylli áskilnað laga. DELIKT Lögmenn eru sérhæfðir í slíkri samningagerð og aðstoða við gerð kaupmála, erfðaskrár sem og sambúðarsamninga.

Við hjúskap er meginreglan sú að allar eignir teljast til hjúskapareigna og þ.a.l. eiga báðir aðilar tilkall til helmings hjúskapareigna samkvæmt helmingaskiptareglunni. Undantekningin á þessu er þegar gerður hefur verið kaupmáli þar sem tilgreindar eignir eru gerðar að séreign annars aðilans, en einnig kunna aðrar undantekningar að koma til skoðunar.

Við skilnað geta hjón samið um skiptingu eigna með fjárskiptasamningi, en ef aðilar geta ekki komið sér saman um skiptingu eigna með fjárskiptasamningi er tækt að krefjast opinberra skipta á búinu.

Reglunum er öðruvísi háttað í þeim tilfellum þar sem aðilar eru í sambúð þar sem reglur um sambúðarrétt eru ekki lögfestar. Þar gilda meginreglur fjölskylduréttarins og fjárskipti ráðast að mestu af eignarheimildum hvors aðila um sig, þó með undantekningum.

Scroll to Top
Hringdu í okkur