Vinnuréttur

ráðningarsamningar, ólögmæt uppsögn, starfslok, áunnin réttindi

Við sinnum ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir fyrirtæki og einstaklinga á sviði vinnuréttar og atvinnumála.

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn

Hafðu samband í síma 551-8660 – eða bókaðu viðtal hér:

Opinberir starfsmenn njóta réttinda sem aðilar á vinnumarkaði njóta ekki. Óheimilt er að segja upp opinberum starfsmönnum nema að lögmætar ástæður séu fyrir því eða að öðrum ströngum skilyrðum uppfylltum.

Meginregla vinnuréttar er sú að við slit á ráðningarsambandi launþega og atvinnurekanda, á launþegi rétt á uppsagnarfresti í ákveðinn tíma. Engu að síður kunna að vera tilvik þar sem ráðningarsambandi er slitið án fyrirvara, en slíkt er eingöngu heimilt að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. DELIKT Lögmenn sjá um hagsmunagæslu og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki vegna starfsloka.

Fari það svo að atvinnurekandi verði gjaldþrota kann launþegi að eiga inni launagreiðslur og önnur uppsöfnuð réttindi. Í slíkum tilvikum eru úrræði launþega takmörkuð gagnvart atvinnurekanda, enda þrotabúið oftar en ekki eignalaust. Engu að síður kunna launþegar að eiga rétt á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa.

Scroll to Top
Hringdu í okkur