Réttargæsla í sakamálum
Bætur vegna líkamsárása eða annarra refsibrota
Hafir þú orðið fórnarlamb líkamsárásar eða orðið fyrir refsiverðu broti kannt þú að eiga rétt á bótum. Bætur vegna líkamsárása og annarra refsiverðra brota eru greiddar af íslenska ríkinu sem ábyrgist greiðslur til brotaþola samkvæmt lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota nr. 69/1995.
Þá kann brotaþoli í ákveðnum tilfellum að eiga rétt á því að honum verði skipaður réttargæslumaður, en í slíkum málum ábyrgist ríkissjóður kostnað lögmannsþóknunar.
Ef þú hefur orðið fyrir líkamsárás eða öðru refsibroti og telur þig eiga rétt á bótum hvetjum við þig til að hafa samband.
Það kostar ekkert að kanna rétt þinn
Hafðu samband í síma 551-8660 – eða bókaðu viðtal hér.
Algengar spurningar
Fyrsta viðtal lögmanna er þér að kostnaðarlausu. Í málum sem varða refsiverð brot kann brotaþoli í ákveðnum tifellum að eiga rétt á að sér verði skipaður réttargæslumaður. Í slíkum tilfellum er lögmannskostnaður greiddur af ríkissjóði. Í öðrum tilfellum verður að meta stöðuna hverju sinni um hvernig samið verði um greiðslu lögmannsþóknunar, en sé gefin út ákæra á hendur þess sem ofbeldinu beitti og hann dómfelldur, er öllu jafna kveðið á um greiðslu málskostnaðar í dómsorði.
Öllu jafna eiga brotaþolar sem verða fyrir ofbeldis- eða refsibrotum rétt á miskabótum eða skaðabótum. Hafðu samband og við förum yfir málið með þér án kostnaðar.