Fyrirtækjaþjónusta
Almenn ráðgjöf, hagsmunagæsla, málarekstur o.fl.
Við veitum fyrirtækjum og félögum almenna ráðgjöf á öllum helstu sviðum lögfræðinnar, auk þess að sjá um hagsmunagæslu og fyrirsvar í málarekstri við yfirvöld, einkaaðila og fyrir dómstólum.
Lögmannsstofan sinnir hagsmunagæslu fyrirtækja fyrir dómstólum og stjórnvöldum í stjórnsýslumálum. Við höfum víðtæka reynslu af rekstri stjórnsýslumála sem og trausta reynslu af málflutningi fyrir dómstólum.
Við sinnum ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir verktaka við ýmis verkefni, svo sem gerð verksamninga, þátttöku í útboðum, auk almennrar ráðgjafar.
Við sinnum almennri og sérhæfðri ráðgjöf til fyrirtækja á sviði skattaréttar. Skattalegt hagræði kann að vera fólgið í mismunandi félagaformum við rekstur og ýmis álitamál kunna að vakna. Einnig sinnum við verkefnum á milli landa á grundvelli tengiliða og samstarfs við erlendar lögmannsstofur.
Auk framangreinds sinnum við hagsmunagæsla í málum er varða rannsóknir skattrannsóknarstjóra eða öðrum íhlutunum yfirvalda.
Við sinnum ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir fyrirtæki og einstaklinga á sviði vinnuréttar og atvinnumála. Hvort sem um er að ræða samningamál starfsmanna eða vegna trúnaðarbrota. Þá erum við með víðtæka reynslu af dvalarleyfismálum í þágu erlendra starfsmanna.
Við veitum almenna og sértæka ráðgjöf til fyrirtækja við stofnun, slit, endurskipulagningu eða ágreinings á milli hluthafa. Meðal þeirrar þjónustu og ráðgjafar sem við veitum eru ráðgjöf við stofnun félags, auk skjala- og samningsgerðar, breytingar á samþykktum og skipulagi félags, fundarstjórn hluthafafunda o.fl.
Þá sinnum við hagsmunagæslu fyrir félög og eftir atvikum hluthafa, vegna ágreiningsmála eða málssókna.
Við sinnum ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir fyrirtæki og einstaklinga við skráningu, vöktun og vernd á hugverkaréttindum þeirra. Við sinnum ráðgjöf og þjónustu við skráningu, vöktun og vernd vörumerkja og réttinda tengdum vörumerkjum. Notkun á vörumerkjum, skráðum sem óskráðum, er óheimil og kann að hafa í för með sér tjón fyrir rétthafa vörumerkisins. Þá kann að vera mikilvægt fyrir aðila sem hyggur á rekstur á grundvelli vörumerkis að fá þau réttindi skráð, bæði hérlendis og erlendis, ef til útrásar kemur á síðari stigum rekstursins, til að enginn vafi sé á réttindum til notkunar vörumerkis á síðari stigum.
Við sinnum kröfuinnheimtu fyrir einstaklinga og fyrirtæki með milliinnheimtu- og löginnheimtuaðgerðum, auk fullnustugerða. Lög er áhersla á að innheimtuaðgerðir séu skilvirkar og árangursríkar.
Réttarstaða á milli landa á grundvelli EES-samningsins getur verið breytileg fyrir fyrirtæki. Við höfum víðtæka reynslu af verkefnum yfir landamæri (cross border) og áhrifa sem gætir á réttarstöðu íslenskra fyrirtækja.
Hjá okkur starfa reynslumiklir samningasmiðir sem aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við hvers kyns samningagerð, hvort sem um er að ræða kaupsamninga, afsalsgerninga, sölu á hlutafé eða annars konar löggerninga. Vönduð samningagerð leggur grundvöll að farsælu samningssambandi á milli aðila og ef vandað er til verka, getur komið í veg fyrir að ágreining á milli aðila á síðari stigum.
Við höfum sinnt margvíslegri samningagerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki og ekkert verkefni er of stórt eða smátt.
