Skjalagerð

Samningar, erfðaskrár, kaupmálar og önnur skjalagerð

Hjá okkur starfa reynslumiklir samningasmiðir sem aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við hvers kyns samningagerð, hvort sem um er að ræða kaupsamninga, afsalsgerninga, kaupmála, erfðaskrár eða annars konar löggerninga. Vönduð samningagerð leggur grundvöll að farsælu samningssambandi á milli aðila og ef vandað er til verka, getur komið í veg fyrir að ágreining á milli aðila á síðari stigum.

Við höfum sinnt margvíslegri samningagerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki og ekkert verkefni er of stórt eða smátt.

Það kostar ekkert að kanna málið

Hafðu samband í síma 551-8660 – eða bókaðu viðtal hér.

Við gerð kaupsamninga er mikilvægt að hið keypta og endurgjaldið sé skilgreint gaumgæfilega, auk annarra þátta kaupskilmálanna. Við höfum séð um samningagerð vegna kaupa á hlutabréfum, fyrirtækjum, fasteignakaupa, hugverkaréttindum og alls þar á milli.

Nýverið hefur færst í aukanna á Íslandi við stofnun hjúskapar eða sambúðar að einstaklingar geri með sér kaupmála eða sambúðarsamning, auk erfðaskrár. Við höfum víðtæka reynslu við gerð slíkra samninga.

Við sjáum um gerð lánssamninga og skuldabréfa og höfum víðtæka reynslu af gerð slíkra löggerninga.

Við sinnum allri almennri skjalagerð og ekkert verkefni er of stórt eða smátt. Hafðu samband og kannaðu málið.

Scroll to Top
Hringdu í okkur