Skilmálar viðskiptamanna
Eftirfarandi skilmálar gilda um lögmannsþjónustu Lög og ráðgjöf slf., kt. 610722-0400 (hér eftir DELIKT Lögmenn“, „lögmannstofan“ eða okkur“) við viðskiptamenn sína og gilda nema um annað sé sérstaklega samið.
1. gr. Endurgjaldlaust fyrsta viðtal.
Fyrsta viðtal eða símafundur með nýjum viðskiptamönnum DELIKT Lögmanna er endurgjaldslaust, þar sem farið er yfir málið og réttarstöðu viðskiptamanns.
2. gr. Tímagjald, þóknanir og útlagður kostnaður
Að fyrsta viðtali/símafundi undanskildum, eru þau verkefni sem lögmannsstofunni er falið að vinna í þágu viðskiptamanna sinna unnin gegn greiðslu tímagjalds, að fjárhæð kr. 28.900 að viðbættum virðisaukaskatti, eða samkvæmt sérstöku samkomulagi um hvert verkefni, sem getur kveðið árangurs- eða hagsmunatengda þóknun eða lágmark/hámark unninna tíma. Þegar vinna er hafin samkvæmt tímagjaldi gjaldfærist stundarfjórðungur fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur, en lágmarksútkall lögmanns/lögfræðings eru fjórar klukkustundir. Viðskiptavinur greiðir allan útlagðan kostnað, svo sem kostnað við matsgerðir o.s.fr., skv. framlögðum reikningum.
3. gr. – Ferðakostnaður
Ferðakostnaður greiðist sérstaklega vegna styttri ferða innan höfuðborgarsvæðisins, auk tímagjalds við ferðir. Fyrir styttri ferðir innan höfuðborgarsvæðisins eru gjaldfærðar 6.500 kr., en við akstur utan höfuðborgarsvæðisins reiknast kílómetragjald, 250 kr. pr. kílómetra. Annar ferðakostnaður, svo sem flugmiðar, gisting o.þ.h. greiðist samkvæmt framlögðum reikningum.
4. gr. Skilmálar og fyrirkomulag þóknunar í tilteknum málaflokkum
Fyrirkomulag þóknunar lögmannsstofunnar í tilteknum málaflokkum reiknast skv. tímagjaldi auk árangurs- og hagsmunatengingar eftir atvikum.
4.1. gr. – Slysabótamál og innheimta bóta
Í málum er snúa að innheimtu slysabóta, svo sem vegna umferðarslysa, vinnuslysa eða öðrum slysabótamálum, eru verkefni unnin samkvæmt tímagjaldi, auk árangurtengdrar þóknunar, sem nemur unnum stundum skv. tímagjaldi eða að lágmarki 12,5% af innheimtri eða greiddri bótafjárhæð, hvort heldur er hærra, að viðbættum virðisaukaskatti og þess lögmannskostnaðar sem greiddur er af bótaskyldum aðila. Þóknun lögmannstofunnar kemur eingöngu til greiðslu af hálfu viðskiptamanns ef innheimta slysabóta gengur eftir, nema í þeim tilvikum þar sem höfða þarf mál fyrir dómstólum.
4.2. gr. – Löginnheimta
Í málum er varða innheimtu ógreiddra krafna viðskiptamanns, greiðir viðskiptamaður tímagjald en þó að lágmarki 15% af innheimtri fjárhæð að viðbættum virðisaukaskatti, nema sérstaklega sé samið um annað með skriflegum hætti.
4.3. gr. – Sakamál
Í málum er varða verjenda- og réttargæslustörfum í sakamálum eru verkefni unnin samkvæmt tímagjaldi. Í slíkum málum dregst frá reikningi til viðskiptamanns sú fjárhæð sem ákveðin er til greiðslu úr ríkissjóði sem þóknun til verjanda/réttargæslumanns.
4.4. gr. – Önnur mál
Í öðrum verkefnum lögmannsstofunnar þar sem sinnt er hagsmunagæslu fyrir viðskiptavini er unnið samkvæmt tímagjaldi eða hagsmunatengdri þóknun. Í slíkum verkefnum er sú fjárhæð sem kann að vera greidd af þriðja aðila, svo sem opinberum aðila, stjórnvaldi eða öðrum aðila, dregin frá reikningi til viðskiptamanns, sem miðast að öðru leyti við samkomulag hverju sinni.
5. gr. Reikningar
Reikningar vegna þeirra verkefna sem unnin eru af lögmannstofunni eru sendir eftir framvindu þeirra við lok hvers mánaðar. Samhliða útgáfu reiknings eru stofnaðar kröfur í netbanka viðskiptamanns með eindaga 15 dögum síðar.
Skilmálar og verðskrá þessi gildir frá 1. janúar 2023 og kemur til endurskoðunar á ársgrundvelli.