Hugverkaréttur

Vörumerki, höfundaréttur og hönnun, vöktun, vernd og skráning

Við sinnum ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir fyrirtæki og einstaklinga við skráningu, vöktun og vernd á hugverkaréttindum þeirra.

Það kostar ekkert að kanna rétt þinn

Hafðu samband í síma 551-8660 – eða bókaðu viðtal hér:

Við sinnum ráðgjöf og þjónustu við skráningu, vöktun og vernd vörumerkja og réttinda tengdum vörumerkjum. Notkun á vörumerkjum, skráðum sem óskráðum, er óheimil og kann að hafa í för með sér tjón fyrir rétthafa vörumerkisins. Þá kann að vera mikilvægt fyrir aðila sem hyggur á rekstur á grundvelli vörumerkis að fá þau réttindi skráð, bæði hérlendis og erlendis, ef til útrásar kemur á síðari stigum rekstursins, til að enginn vafi sé á réttindum til notkunar vörumerkis á síðari stigum.

Þá er algengt að misbeiting á vörumerkjarétti eigi sér stað og því mikilvægt að grípa til aðgerða til að sporna við óheimilli notkun vörumerkja. Við sjáum um vöktun og vernd vörumerkja með inngripi í þeim tilvikum sem vörumerki er notað með óheimilum hætti.

Hönnun kann að vera skráningarhæf til að öðlast einkarétt til notkunar á tilteknum eiginleikum hönnunar. Skráning hönnunar veitir rétthafanum vernd gegn óheimilli notkun á tilteknum hönnunareiginleikum og kann að reynast einfaldari og margfalt ódýrari kostur í ákveðnum tilfellum, t.a.m. við vernd á notendaviðmóti snjallforrita þar sem þau uppfylla ekki skráningarhæfi til einkaleyfis eða leggja ekki út í slíka skráningu sökum kostnaðar. Þá er nýting á hönnun annarra óheimil og veitir skráning því betri réttarstöðu en ella gagnvart þriðja aðila.

Við sjáum um skráningu hönnunar, auk vöktunar á hönnun og eftirfylgni með vernd og inngripi í tilvikum þar sem hönnun er notuð með óheimilum hætti.

Höfundaréttur er frábrugðin öðrum hugverkaréttindum þar sem höfundaréttur eru óskráð réttindi sem verður sjálfkrafa til við sköpun verks, svo sem tónlistar, myndlistar, bókmennta o.s.fr.

Nýting eða afbökun á verki sem varið er höfundarétti annarra er óheimil og sjáum við um vöktun og vernd með inngripi í þeim tilvikum þar sem höfundaréttur er nýttur með óheimilum hætti.

Scroll to Top
Hringdu í okkur